Áfram rætt um skattamálin

Skattamálin verða rædd í ríkisstjórn.
Skattamálin verða rædd í ríkisstjórn. Árni Sæberg

Þingflokkar stjórnarflokkanna fóru yfir tillögur að breytingum á skattalögum á fundum í kvöld. Ekki náðist endanleg niðurstaða. Formenn flokkanna munu ræða málið og það verður kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrramálið.

„Við fórum rækilega yfir stöðuna. Það verður unnið í málinu áfram [...] Menn eru ennþá að kalla eftir frekari gögnum og útreikningum á áhrifum tiltekinna breytinga,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, að loknum fundi þingmanna VG.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði að þingflokkurinn hefði farið yfir tekju- og gjaldaþátt fjárlaganna. Menn hafi skipst á skoðunum en komist að ákveðinni niðurstöðu. „Ég reikna fastlega með því að hlutirnir skýrist um helgina og eftir helgi,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert