Áfram rætt um skattamálin

Skattamálin verða rædd í ríkisstjórn.
Skattamálin verða rædd í ríkisstjórn. Árni Sæberg

Þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna fóru yfir til­lög­ur að breyt­ing­um á skatta­lög­um á fund­um í kvöld. Ekki náðist end­an­leg niðurstaða. For­menn flokk­anna munu ræða málið og það verður kynnt á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fyrra­málið.

„Við fór­um ræki­lega yfir stöðuna. Það verður unnið í mál­inu áfram [...] Menn eru ennþá að kalla eft­ir frek­ari gögn­um og út­reikn­ing­um á áhrif­um til­tek­inna breyt­inga,“ sagði Árni Þór Sig­urðsson, starf­andi formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, að lokn­um fundi þing­manna VG.

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, vara­formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að þing­flokk­ur­inn hefði farið yfir tekju- og gjaldaþátt fjár­lag­anna. Menn hafi skipst á skoðunum en kom­ist að ákveðinni niður­stöðu. „Ég reikna fast­lega með því að hlut­irn­ir skýrist um helg­ina og eft­ir helgi,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert