Indverskir rafbílar hugsanlega settir saman hér

Ný tegund af REVA-rafbíl sem er á leiðinni til landsins
Ný tegund af REVA-rafbíl sem er á leiðinni til landsins

Félagið Northern Lights Energy skrifaði í dag undir samkomulag við indverska rafbílaframleiðandann Reva um sölu á rafbílum frá fyrirtækinu. Hagkvæmisathugun um uppsetningu samsetningaverksmiðju rafbíla hér á landi stendur nú yfir. 

Gert er ráð fyrir að fyrstu 100 bílarnir verði afhendir hér á landi á næsta ári. 

Á bílasýningunni í Frankfurt í september   frumsýndi Reva nýjan rafbíl, Reva NXR. Bíllinn er  fjögurra sæta, þriggja dyra.  Hámarkshraði er 104 km á klst. og hægt er að komast 160 km vegalengd á einni hleðslu. Boðið er upp á bæði hefðbundna hleðslu sem tekur 6-8 klst. og hraðhleðslu sem tekur um 90 mín ef rafhlaðan er tóm. Hægt er að ná 40 km hleðslu á 15 mínútum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert