Neyðarkall frá Hæstarétti

Tillögur um niðurskurð á fjárveitingum til Hæstaréttar sem lagt er til í fjárlögum virðist mæta andstöðu bæði meðal stjórnar- og stjórnarandstæðinga á þingi.

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir kúnstugt að lagt sé í mikinn kostnað vegna embættis sérstaks saksóknara ef á sama tíma sé ekki gert ráð fyrir að Hæstiréttur geti tekið við þeim málum sem þaðan komi.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði bréf sem Hæstiréttur skrifaði dómsmálaráðherra og fjárlaganefnd vera neyðarkall frá Hæstarétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert