Samdráttur varð í sölu áfengis

Sala áfengis í nýliðnum október var 15,3% minni í lítrum talið en í október árið 2008 samkvæmt tölum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

Sala áfengis í lítrum talið tímabilið janúar til október dróst saman um 1,6% hjá ÁTVR. Það sem af er árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman um 16,6%, blönduðum drykkjum um 37% og ókrydduðu brennivíni og vodka um 10,5%. Sala á hvítvíni jókst hins vegar á milli ára um 3,4% og sala lagerbjórs jókst um 0,1%.

Lagerbjórinn er uppistaðan í sölunni hjá ÁTVR. Fyrstu 10 mánuði ársins seldust rúmlega 13 milljón lítrar af lagerbjór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert