Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ráðleggur stjórnendum fyrirtækja innan þeirra raða að semja sig frá kjarasamningsbundnum launahækkunum. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.
Lægstu laun hækkuðu um tæplega sjö þúsund krónur um síðustu mánaðarmót. Haft var eftir Margréti, að hækkunin eigi eftir að reynast mörgum fyrirtækjum erfið. Innan verslunar- og þjónustu séu fyrirtækin mjög illa í stakk búin til að taka þessa launahækkun á sig.
Sagðist Margrét hafa sagt forráðamönnum fyrirtækja innan þeirra raða að ef valið standi á milli þess að þurfa að segja upp fólki til að geta hækkað laun, þá sé hægt að reyna að semja sig frá því að láta þessar launahækkanir fara á til dæmis allra hæstu launin.