Afhenti forseta Indlands trúnaðarbréf

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti forseta Indlands, Pratibha Devisingh Patil, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Indlandi, með aðsetur í Nýju Delí, 11. nóvember sl. Athöfnin fór fram í Rashtrapati Bhavan, forsetahöllinni í Delí.

Að athöfninni lokinni ræddu forsetinn og sendiherra um mikilvægi þess að hagsmunir Indlands og Íslands fylgdust að og skiluðu mestum árangri, einnig um tvíhliða samskipti ríkjanna og gerði sendiherrann m.a. grein fyrir áhuga íslenskra fyrirtækja á þátttöku í virkjun vatnsafls og jarðhita á Indlandi.  Þá var rætt um að koma á auknum tengslum Indlands og Íslands á sviði menntunar, vísinda og tækni.

Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert