Dregur úr halla ríkissjóðs

Nú stefn­ir í að halli á rekstri rík­is­sjóðs á þessu ári verði ekki eins mik­ill og reiknað var með þegar fjár­laga­frum­varpið fyr­ir næsta ár var lagt fram í byrj­un októ­ber. Þetta kom fram hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra, á Alþingi í dag.

Stein­grím­ur sagði í umræðu um skatta­mál á Alþingi í dag, að dregið hafi held­ur úr út­gjaldaþörf rík­is­ins á síðustu mánuðum einnig væri út­lit fyr­ir að vaxta­kostnaður rík­is­ins yrði 10-17 millj­örðum króna minni en út­lit var fyr­ir, m.a. vegna þess að bet­ur hefði gengið að end­ur­fjármagna banka­kerfið.

Þá væru at­vinnu­leys­istöl­ur held­ur betri en út­lit var fyr­ir sem þýddi að ekki þyrfti að leggja At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði til jafn mikið fé og áætlað var. Loks væru tekj­ur rík­is­ins held­ur að styrkj­ast á nýj­an leik og virðis­auka­skatt­ur­inn að gefa meiri tekj­ur sem sýndi að um­svif­in séu að aukast í þjóðfé­lag­inu á ný.

Stein­grím­ur sagði, að nán­ari töl­ur um þetta kæmu fram þegar breyt­ing­ar­til­lög­ur verða lagðar fram við fjár­auka­laga­frum­varp fyr­ir yf­ir­stand­andi ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert