Eivör í stuttu stoppi

Eivör „okkar" Pálsdóttir er í stuttu stoppi á landinu, en hún lenti í hádeginu í dag og flýgur aftur til Færeyja kl. 5 í nótt.

Tilefnið er upptaka á strengjum fyrir væntanlega plötu og fóru upptökur fram í stúdíó Sýrlandi, Vatnagörðum í dag, ásamt félögum úr Caput.

Í vikunni kom út tónleikaplata með söngkonunni, sem segist nota allar afsakanir sem gefast til að komast heim til Íslands.

Ítarlegt viðtal verður við Eivöru í laugardagsblaði Morgunblaðsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert