Óveður er við Snæfell í Öræfum. Á Suður- og Vesturlandi eru vegir að mestu auður þó eru hálkublettir í Hrútafirði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum heiðum en hálka á Hrafnseyrarheiði. Á Norðurlandi eru hálkublettir í Húnavatnssýslu og víða á láglendi. Hálka er á Öxnadalsheiði, Þverárfjalli og Mývatnsöræfum.
Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á flestum heiðum og snjóþekja á Fjarðarheiði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.