Ríkisstofnanir hafa unnið að framkvæmd hagræðingarkröfu með þeim hætti, að segja upp hluta af starfi starfsmanna, upp á 7,5% sem þýðir að Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir það sem sparast.
„Þetta heitir að fara úr einum vasa í annan," sagði Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem skýrði frá þessu á Alþingi í dag. Sagði hann að þessar upplýsingar hefðu komið fram á fundi fjárlaganefndar í gær. Bað hann Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að stöðva þetta verklag þegar í stað.
Steingrímur sagðist hafa frétt það í gær og fyrradag að einhver brögð væru að því að þessi leið væri farin í opinberum stofnunum. „En sjálfsagt er Atvinnuleysistryggingarsjóði og Vinnumálastofnun vandi á höndum að gera greinarmun á einstökum vinnuveitendum þegar óskir berast um þetta. En frá sjónarhóli ríkisins er þetta mjög skrítið,"