Samþykkt að sameina átta prestaköll

Selfosskirkja
Selfosskirkja Mbl.is/ Kristinn

Á kirkjuþingi 2009, sem lauk í gær,  voru samþykkt­ar átta sam­ein­ing­ar prestakalla, sam­ein­ing­ar fimm pró­fasts­dæma í tvö og til­færsl­ur þriggja prestakalla milli pró­fasts­dæma.

Samþykkt­ir um sam­ein­ingu prestakalla taka gildi 30. nóv­em­ber en aðeins tvær koma til fram­kvæmda þá þar sem sókn­ar­prest­ar í öðru þeirra prestakalla er sam­ein­ast eiga hafa látið af störf­um, sam­kvæmt til­kynn­ingu.  

Sókn­ar­prest­ur í Hraun­gerðisprestakalli verður sókn­ar­prest­ur á Sel­fossi

Hraun­gerðisprestakall og Sel­fossprestakall í Árnes­pró­fasts­dæmi sam­ein­ast. Heiti hins sam­einaða prestakalls verður Sel­fossprestakall.

Samþykkt­in fel­ur í sér að sókn­ar­prest­ur Hraun­gerðisprestakalls verður sókn­ar­prest­ur á Sel­fossi. Í ljósi stærðar prestakalls­ins og þjón­ustuþunga verður einnig aug­lýst staða prests í prestakallið.

Ólafs­vík­ur­prestakall og Ingj­alds­hól­sprestakall í Snæ­fells­ness- og Dala­pró­fasts­dæmi sam­ein­ast. Heiti hins sam­einaða prestakalls verði Ólafs­vík­ur- og Ingj­alds­hól­sprestakall. Prests­set­ur verður í Ólafs­vík. Þar sem sókn­ar­prest­ur í Ólafs­vík er að láta af störf­um þar verður sókn­ar­prest­ur Ingj­alds­hól­sprestakall sókn­ar­prest­ur hins sam­einaða prestakalls.

Húna­vatns-og Skaga­fjarðarpró­fasts­dæmi sam­ein­ist. Heiti hins sam­einaða pró­fasts­dæm­is verði Húna­vatns- og Skaga­fjarðarpró­fasts­dæmi.

Skafta­fells-, Rangár­valla- og Árness­pró­fasts­dæmi sam­ein­ist. Heiti hins nýja pró­fasts­dæm­is verði Suður­pró­fasts­dæmi.

Samþykkt var að Vest­manna­eyja­prestakall í Kjal­ar­ness­pró­fasts­dæmi til­heyri hinu nýja Suður­pró­fasts­dæmi. Siglu­fjarðarprestakall í Skaga­fjarðarpró­fasts­dæmi til­heyri Eyja­fjarðarpró­fasts­dæmi og Hólma­vík­ur­prestakall í Húna­vatns­pró­fasts­dæmi til­heyri Vest­fjarðarpró­fasts­dæmi.

 Í Rangár­valla­pró­fasts­dæmi var samþykkt að bæ­irn­ir Ártún, Bakka­kot 1 og 2, Ármót, Fróðholt og Uxa­hrygg­ur 1 og 2 sem til­heyra Odda­sókn til­heyri Ak­ur­eyj­ar­sókn. Breyt­ing þessi tek­ur gildi frá 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Sam­ein­ing­ar prestakalla sem koma til fram­kvæmda við starfs­lok presta eru eft­ir­far­andi:

Skafta­fells­pró­fasts­dæmi: Kálfa­fellsstaðarprestakall sam­ein­ist Bjarna­nesprestakalli. Heiti hins sam­einaða prestakalls verði Bjarna­nesprestakall. Prests­set­ur verði á Höfn.

Samþykkt var ákvæði til bráðabirgða ger­ir bisk­upi Íslands heim­ilt að ráða héraðsprest í allt að 50% starf er hafi sér­stak­ar skyld­ur við Bjarna­nesprestakall.

Rangár­valla­pró­fasts­dæmi: Holtsprestakall sam­ein­ist Vík­ur­prestakalli og Breiðabólstaðarprestakalli. Ásólfs­skála-, Ey­vind­ar­hóla- og Stóra- Dals­sókn­ir til­heyri Vík­ur­prestakalli, Skafta­fells­pró­fasts­dæmi. Ak­ur­eyj­ar- og Kross­sókn­ir til­heyri Breiðabólsstaðarprestakalli, Rangár­valla­pró­fasts­dæmi. Þessi tvö pró­fasts­dæmi munu verða hluti hins nýja Suður­pró­fasts­dæm­is.

Árness­pró­fasts­dæmi: Mos­fell­sprestakall og Skál­holtsprestakall sam­ein­ist. Heiti hins sam­einaða prestakalls verði Skál­holtsprestakall. Prests­set­ur verði í Skál­holti.

Stóra-Núp­sprestakall og Hruna­prestakall sam­ein­ist. Heiti hins sam­einaða prestakalls verði Hruna­prestakall. Prests­set­ur verði að Hruna.

 Vest­fjarðapró­fasts­dæmi: Staðarprestakall og Þing­eyr­ar­prestakall, sam­ein­ist. Heiti hins sam­einaða prestakalls verði Þing­eyr­ar­prestakall. Prests­set­ur verði á Þing­eyri.

Súðavík­ur,- Vatns­fjarðar- og Ögur­sókn­ir til­heyri Holtsprestakalli.

 Eyja­fjarðarpró­fasts­dæmi: Hrís­eyj­ar­prestakall og Möðru­valla­prestakall sam­ein­ist. Heiti hins sam­einaða prestakalls verði Möðru­valla­prestakall. Prests­set­ur verði að Möðru­völl­um í Hörgár­dal.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert