Segir fjölda fjárfesta tilbúna með fé

Hópur fjárfesta er nú sagður leggja drög að kauptilboði í smásöluverslanakeðjuna Haga. Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir hópinn, en brátt mun vefsíðan þjóðarhagur.is verða opnuð vegna málsins.

„Fólk getur farið þangað inn og skráð sig fyrir hlutafjárframlagi, upphæðin skiptir ekki máli,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur segist ekki geta upplýst hverjir standa að baki hópnum enn sem komið er, en segir um nokkurn fjölda að ræða.

„Þetta eru um 120 manns sem eru klárir með nægt fé til að gera tilboð í Haga. Einn fjárfestanna hafði samband við mig og bað mig um að fara fyrir hópnum. Menn eru hræddir við þá viðskiptahætti sem hafa verið stundaðir inni í bönkunum og vilja fara varlega til að byrja með. Þetta eru engir lífeyrissjóðir eða slíkt, en einhver lítil fjárfestingafélög er að finna í hópnum.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert