Slagsmál á Selfossi

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af slagsmáli sem braust út fyrir framan Hótel Selfoss um kl. tvö í nótt. Tveimur kunningjum varð þar sundurorða í ölvunarástandi sínu með þeim afleiðingum að annar réðist á hinn.

Árásarmaðurinn var handtekinn og sefur nú úr sér ölvunarvímuna, en hann verður yfirheyrður í dag. Fórnarlambið meiddist við átökin en vildi ekki leita sér læknisaðstoðar. Um var að ræða tvo karlmenn fædda 1986 og 1987. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert