Þorsteinn skuldar skýringar

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson.

Sturla Böðvars­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, seg­ir að Þor­steinn Páls­son skuldi sér skýr­ing­ar á því hvers vegna hann telji að Íslend­ing­ar þurfi að fara upp í hraðlest Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar til Brus­sel.

„Ég get ekki séð hvaða nauðir ráku Þor­stein Páls­son til þess að setj­ast við borðið með starfs­mönn­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sér­stök­um áhuga­mönn­um um að við sætt­um okk­ur við Ices­a­ve-samn­ing­inn. En lengi má mann­inn reyna. Von­andi kem­ur að því að hann skýri það fyr­ir okk­ur göml­um stuðnings­mönn­um sín­um á hvaða leið hann er og hvers­vegna hann tel­ur okk­ur þurfa að fara upp í hraðlest Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar til Brus­sel og fórna m.a. því sem hann hafði svo vel gert sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Ég bíð spennt­ur eft­ir að lesa eða heyra þær skýr­ing­ar. Hann skuld­ar mér skýr­ing­ar og vænt­an­lega fleir­um sem trúað hafa á dómgreind hans og hygg­indi," seg­ir Sturla m.a. á bloggsíðu sinni. 

Hann seg­ir m.a. að mátt hefði ætla að fyrr­ver­andi for­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hefðu skiln­ing á því að Bjarni Bene­dikts­son, formaður flokks­ins, þurfi stuðning og frið til þess að styrkja stöðu sína til þess að tak­ast á við að efla flokk­inn og skapa sátt um stefn­una og for­ystu flokk­ins. 

„Hann þarf ekki á því að halda að fyrr­ver­andi for­menn gangi gegn hon­um á ög­ur­stundu í stærstu mál­um sam­tím­ans, þar á meðal  spurn­ing­unni  um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu," seg­ir Sturla.

Bloggsíða Sturlu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert