Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er leiðindaveður í Vík í Mýrdal og í Mýrdalnum, en þar er mjög hvasst í hviðum. Þakplötur losnuðu í Reynishverfi og var björgunarsveitin Víkverji kölluð á staðinn. Hún hefur ekki farið í fleiri veðurtengd verkefni segir lögregla.
Ökumenn hafa ekki lent í vandræðum sökum veðurs. Veðrið hefur hins vegar verið ágætt sitthvoru megin við Mýrdalinn. Í augnablikinu virðist þetta vera bundið undir Mýrdalsjökli segir lögreglan.