Grænlenska ríkisútvarpið greinir frá því að grænlenskir sjúklingar verði í auknum mæli sendir til Íslands í stað Danmerkur. Til að byrja með sé um að ræða sjúklinga sem þurfi að leggjast inn á gjörgæslu, t.d. fyrirbura og einstaklinga sem glími við nýrna- eða hjartavandamál.
Haft er eftir Ann Birkær Kjeldsen í grænlenska helbrigðisráðuneytinu að mikil hagræðing felist í þessu. Þetta muni stytta flutningstímann og spara margar milljónir. Það þurfi hins vegar að skoða þætti eins og þjónustu túlka á Íslandi við grænlenska sjúklinga og aðstöðu fyrir sjúklinga.
Kjeldsen segir að hingað til hafi verið flogið með gjörgæslusjúklinga frá
Kangerlussuaq til Danmerkur. Hún segir hins vegar að það sé ekki gott, því það þurfi að koma við á of mörgum stöðum áður en sjúklingurinn kemst á leiðarenda. Það sé því skynsamara að flytja sjúklingana til Íslands.