Logandi af áhuga

Þjóðfundarmenn að störfum í Laugardalshöllinni í dag.
Þjóðfundarmenn að störfum í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/ Kristinn

Þjóðfund­in­um í Laug­ar­dals­höll lauk síðdeg­is með því að nokkr­ir þjóðkunn­ir lista­menn stigu á stokk á meðan unnið var úr gögn­um frá starfs­hóp­un­um. For­svars­menn fund­ar­ins telja að út­kom­an end­ur­spegli vilja þjóðar­inn­ar, eins og lagt var upp með.

„Leik­ur­inn var gerður til að heyra rödd þjóðar­inn­ar og við telj­um að út­kom­an end­ur­spegli hana,“ seg­ir Lár­us Ýmir Óskars­son, einn for­svars­manna Þjóðfund­ar­ins, í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um fund­ar­ins.

Fyr­ir há­degi fjölluðu þjóðfund­ar­gest­ir um það hvaða gildi við Íslend­ing­ar ætt­um að hafa að leiðarljósi og varð heiðarleiki þar efst­ur á blaði. Þar á eft­ir kom jafn­rétti, virðing og rétt­læti.

Eft­ir há­degi var rætt um framtíðar­sýn fyr­ir land okk­ar og sam­fé­lag og var unnið út frá nokkr­um meg­in­stoðum, sem fund­ur­inn hafði valið, svo sem mennta­mál­um, fjöl­skyld­unni, at­vinnu­líf­inu, um­hverf­is­mál­um og jafn­frétti. Útkom­an og öll gögn eru nú aðgengi­leg til nán­ari úr­vinnslu á:
http://​www.thjod­fund­ur2009.is/​nidur­stod­ur/​framti­dar­syn-themu/

Um fimmtán hundruð manns tóku þátt í fund­in­um. Unnið var í 162 hóp­um og var miðað við að níu manns væru í hverj­um þeirra.

Lár­us Ýmir seg­ir að kraft­ur­inn, gleðin, ein­beit­ing­in og stemmn­ing­in á fund­in­um hafi verið gríðarleg. „Fólk var log­andi af áhuga,“ seg­ir hann.
Hug­mynd­in að Þjóðfund­in­um fædd­ist í byrj­un júní og á sjálf­um fund­in­um voru um 300 sjálf­boðaliðar sem unnu við tækni­vinnu, upp­lýs­inga­miðlun og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert