Hætta á greiðslufalli OR

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjvíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjvíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Hjör­leif­ur B. Kvar­an, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir að frek­ara geng­is­fall ís­lensku krón­unn­ar geti orðið fyr­ir­tæk­inu erfitt.

Spurður hvort hætta sé á greiðsluþroti Orku­veit­unn­ar, styrk­ist krón­an ekki á næst­unni, seg­ir hann: „Ja hún má ekki veikj­ast mikið meira, við skul­um orða það þannig. Op­in­ber­ar spár gera nú ráð fyr­ir því að geng­is­vísi­tal­an verði ein­hvers staðar í kring­um 235 á þessu ári og næsta. Við þolum það. En þessi staða dreg­ur kraft­inn úr okk­ur eins og öðrum. Við ætluðum að hefjast handa við Hvera­hlíðar­virkj­un, en hún er bara í biðstöðu í augna­blik­inu.“

Hjör­leif­ur seg­ist hafa mikl­ar áhyggj­ur af skulda­stöðu Orku­veit­unn­ar, sem skuld­ar 227 millj­arða, að mestu í er­lendri mynt, en tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins eru í krón­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert