Ljóskúla sprakk á austurhimni

Fólk sem statt var á Suðurlandsvegi við Landvegamót um klukkan 18 í kvöld sá stóra skæra ljóskúlu á austurhimninum með hala á eftir sér. Skömmu seinna sprakk hún í fjóra eða fimm hluta og eldglæringar fylgdu með. Sást þetta fyrirbæri einnig úr Reykjavík.

„Oft hefur maður séð minniháttar svokölluð stjörnuhröp þegar loftsteinar brenna upp í gufuhvolfinu, en þetta slær öllu við sem maður hefur séð,“ segir Óli Már Aronsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Hellu sem þarna var á ferð. 

„Gaman verður að sjá hvort fleiri hafa ekki séð þetta og þótt mikið um,“ bætir Óli Már við.

Maður sem var á keyrslu í vesturbæ Reykjavíkur sá ljósið einnig, skýrt og greinilega.

Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands erum við að fara í gegn um loftsteinabelti. Áhrif þess eiga að vera í hámarki á þriðjudag. Viðmælendur blaðsins telja það líklegustu skýringuna. Síðan er bent á að himinn sé heiður og þá sjáist fyrirbæri sem þessi betur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert