Nýr kolefnisskattur lokar Sementsverksmiðjunni

Sementsverksmiðjan Akranesi
Sementsverksmiðjan Akranesi

Á fundi iðnaðar­nefnd­ar Alþing­is í gær mót­mæltu stór­orku­not­end­ur harðlega fyr­ir­huguðu kol­efn­is­gjaldi stjórn­valda.

Meðal ann­ars kom fram að Sements­verk­smiðjan á Akra­nesi notaði 22 þúsund tonn af kol­um á ári og nýi skatt­ur­inn, eins og hann hefði verið kynnt­ur, þýddi 130 millj­ón­ir króna í aukna skatta. Verk­smiðjan gæti ekki staðist sam­keppni við inn­flutt sement við slík­ar aðstæður og yrði hrein­lega að loka.

Indriði H. Þor­láks­son, aðstoðarmaður fjár­málaráðherra, seg­ir að nýr skatt­ur, svo­nefnt kol­efn­is­gjald, eigi að leggj­ast á alla eldsneyt­is­brennslu og færa rík­is­sjóði ein­hverja millj­arða í tekj­ur, en upp­hæðin liggi ekki fyr­ir.

Sjá nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert