Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í gær mótmæltu stórorkunotendur harðlega fyrirhuguðu kolefnisgjaldi stjórnvalda.
Meðal annars kom fram að Sementsverksmiðjan á Akranesi notaði 22 þúsund tonn af kolum á ári og nýi skatturinn, eins og hann hefði verið kynntur, þýddi 130 milljónir króna í aukna skatta. Verksmiðjan gæti ekki staðist samkeppni við innflutt sement við slíkar aðstæður og yrði hreinlega að loka.
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að nýr skattur, svonefnt kolefnisgjald, eigi að leggjast á alla eldsneytisbrennslu og færa ríkissjóði einhverja milljarða í tekjur, en upphæðin liggi ekki fyrir.
Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.