Opnun Kosts seinkar

Jón Gerald Sullenberger í verslun Kost, sem er við Dalveg …
Jón Gerald Sullenberger í verslun Kost, sem er við Dalveg í Kópavogi. mbl.is/Golli

Jón Gerald Sullenberger segir að opnun verslunarinnar Kosts við Dalveg í Kópavogi muni seinka í dag. Nánari upplýsingar verði gefnar í hádeginu. Til stóð að verslunin myndi opna kl. 11.

Jón Gerald segir að opnuninni muni seinka eitthvað. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á töfinni.

Kostur fékk húsnæðið afhent fyrstu vikuna eftir verslunarmannahelgi og hafa framkvæmdir staðið sleitulaust yfir síðan. Á bilinu 20-30 manns hafa unnið dag og nótt síðustu vikur við undirbúninginn.

Starfsmenn Kosts að störfum.
Starfsmenn Kosts að störfum. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert