Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar

Frá fundi Heimssýnar í dag.
Frá fundi Heimssýnar í dag. mbl.is/Kristinn

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður Heims­sýn­ar, sem er hreyf­ing sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um. Nýr formaður og stjórn hreyf­ing­ar­inn­ar var kos­in á aðal­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar sem fór fram í sal Þjóðminja­safns­ins í dag.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir var kjör­in vara­formaður Heims­sýn­ar. Ragn­ar Arn­alds læt­ur nú af for­mennsku, sem hann hef­ur gegnt sl. sjö ár. 

Styrm­ir Gunn­ars­son, Frosti Sig­ur­jóns­son, Brynja Björg Hall­dórs­dótt­ir og Ásmund­ur Ein­ar Daðason fluttu ávörp á fund­in­um auk Ragn­ars.

Gerð var grein fyr­ir starf­semi sam­tak­anna á liðnu starfs­ári og fjallað um næstu skref. Fé­lag­ar í Heims­sýn eru nú orðnir tæp­lega 1800 tals­ins að sögn Ragn­ars.

Vef­ur Heims­sýn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert