Ekki hugsað um sóknarbörnin

Safnað er undirskriftum á áskorun um að efnt verði til …
Safnað er undirskriftum á áskorun um að efnt verði til almennra prestskosninga á Selfossi. mbl.is/Þorkell

Við ákvörðun um fyr­ir­komu­lag sam­ein­ing­ar Hraun­gerðis- og Sel­fossprestakalla var greini­lega ekki hugsað um hags­muni sókn­ar­barna, að mati sókn­ar­barns sem stend­ur að söfn­un und­ir­skrifta á áskor­un til bisk­ups Íslands um að nýr sókn­ar­prest­ur verði kos­inn í al­menn­um prests­kosnn­g­um.

„Ástæðan er ein­föld. Eins og flest­ir vita hef­ur ráðning­ar­tími séra Óskars [H. Óskars­son­ar af­leys­inga­prests] sí­fellt verið fram­lengd­ur vegna erfiðra mála sem  hafa verið í gangi hér í sókn­inni og flest­ir þekkja. Óskar er kom­inn vel að stað með und­ir­bún­ing ferm­ing­ar­barna, sem eiga að ferm­ast næst vor og rík­ir al­menn sátt um störf hans. Þegar þessi ákvörðun var tek­in hef­ur greini­lega ekki verið hugsað um hags­muni sókn­ar­barn­anna,“ seg­ir Sig­ríður Jens­dótt­ir á Sel­fossi sem unnið hef­ur að und­ir­skrifta­söfn­un­inni, í svari við spurn­ingu blaðamanns.

„Það er al­gjört skil­yrði að komið verði á ró inn­an safnaðar­ins eft­ir klofn­ing
og deil­ur vegna erfiðra mála sem hafa verið í gangi hér í sókn­inni alltof
lengi,“ bæt­ir hún við.

Komið verði á friði og ró

„Við erum alls ekki að móta­mæla sam­ein­ing­unni sem slíkri. Það er for­gangs­verk­efni að koma á friði og ró í söfnuðinum, eins og fram
hef­ur  komið í máli for­manns sókn­ar­nefnd­ar,“ svar­ar Sig­ríður þegar hún er spurð að því hvort henni þætti ekki gott að fá tvo presta í sókn­ina. 

Ef það ger­ist ekki nú þurfa Sel­fyss­ing­ar að bíða þar til ann­ar hvor prest­ur­inn hætt­ir, eða 14 til 15 ára miðað við nú­ver­andi aðstæður og regl­ur Þjóðkirkj­unn­ar um sam­ein­ingu prestakalla. „Við erum að fara fram á að sókn­in fái á lýðræðis­leg­an hátt að velja sér sókn­ar­prest. Það er mín skoðun að kirkj­an hljóti að eiga að hlusta á vilja sókn­ar­barn­anna en feli sig ekki á bak við þær regl­ur, sem þú vís­ar til,“ seg­ir Sig­ríður í svari sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka