Krefjast prestskosninga á Selfossi

Selfosskirkja
Selfosskirkja mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við viljum sr. Óskar áfram í Selfossprestakalli“ er yfirskrift áskorunar sem íbúar safna stuðningi við á Selfossi. Er þess krafist að nýr sóknarprestur verði valinn í almennum prestskosningum.

Undirskriftarlistar liggja frammi á bensínstöðvum Olís og N1 og á samskiptavefnum Facebook höfðu 857 lýst yfir stuðningi við málið í morgun.

Kirkjuþing ákvað að sameina Hraungerðis- og Selfossprestaköll frá 30. nóvember næstkomandi. Það þýðir að sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson, prestur í Hraungerðisprestakalli, verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli en auglýst verður eftir öðrum presti með honum. 

Séra Óskar H. Óskarsson sem leyst hefur af í sókninni hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækja um prestsembætti heldur hverfa til sinna fyrri starfa sem prestur við Akureyrarkirkju.

Með þessa þróun er hópur íbúa óánægður. „Við viljum bregðast við þessu vegna allra hans [sr. Óskars] góðu starfa hér. Við biðjum ykkur hér með að skrifa undir áskorun til biskups Íslands, þar sem sóknarfólk gerir kröfu um að nýr sóknarprestur verði kosinn í almennum prestskosningum,“ segir í áskoruninni.

„Ef við viljum hafa eitthvað um þetta að segja þá þurfum við að bregðast hratt við, það er helst á næstu tveimur dögum,“ segir þar ennfremur.

Séra Óskar H. Óskarsson
Séra Óskar H. Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka