Krefjast prestskosninga á Selfossi

Selfosskirkja
Selfosskirkja mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við vilj­um sr. Óskar áfram í Sel­fossprestakalli“ er yf­ir­skrift áskor­un­ar sem íbú­ar safna stuðningi við á Sel­fossi. Er þess kraf­ist að nýr sókn­ar­prest­ur verði val­inn í al­menn­um prests­kosn­ing­um.

Und­ir­skrift­arlist­ar liggja frammi á bens­ín­stöðvum Olís og N1 og á sam­skipta­vefn­um Face­book höfðu 857 lýst yfir stuðningi við málið í morg­un.

Kirkjuþing ákvað að sam­eina Hraun­gerðis- og Sel­fosspresta­köll frá 30. nóv­em­ber næst­kom­andi. Það þýðir að sr. Krist­inn Ág. Friðfinns­son, prest­ur í Hraun­gerðisprestakalli, verður sókn­ar­prest­ur í sam­einuðu prestakalli en aug­lýst verður eft­ir öðrum presti með hon­um. 

Séra Óskar H. Óskars­son sem leyst hef­ur af í sókn­inni hef­ur lýst því yfir að hann muni ekki sækja um prest­sembætti held­ur hverfa til sinna fyrri starfa sem prest­ur við Ak­ur­eyr­ar­kirkju.

Með þessa þróun er hóp­ur íbúa óánægður. „Við vilj­um bregðast við þessu vegna allra hans [sr. Óskars] góðu starfa hér. Við biðjum ykk­ur hér með að skrifa und­ir áskor­un til bisk­ups Íslands, þar sem sókn­ar­fólk ger­ir kröfu um að nýr sókn­ar­prest­ur verði kos­inn í al­menn­um prests­kosn­ing­um,“ seg­ir í áskor­un­inni.

„Ef við vilj­um hafa eitt­hvað um þetta að segja þá þurf­um við að bregðast hratt við, það er helst á næstu tveim­ur dög­um,“ seg­ir þar enn­frem­ur.

Séra Óskar H. Óskarsson
Séra Óskar H. Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert