Skessan í hellinum býður til hátíðar sem við hana er kennd í Reykjanesbæ um helgina. Hún er alltaf glöð að fá börn í heimsókn í hellinn. Boðið er upp á fjölda dagskráratriða og eru börnin í forgangi.
Góð þátttaka var í Skessudeginum í gær. Alls tóku yfir 100 börn þátt í sjóræningjaleik í Vatnaveröld. Einnig var fjöldi gesta í innileikjagarðinum og á sögustund í bókasafninu þar sem lesið var úr sögu um hann Einar Áskel.
Skemmtunin heldur áfram í dag með því að opið verður á flestum sömu stöðunum auk þess sem boðið er upp á popp í Keflavíkurkirkju, einstaka hátíð Hjálpræðishersins á Ásbrú, innipútt og upprifjun á gömlu leikjunum í íþróttamiðstöð Akurskóla.
Upplýsingar um dagskrána má finna á skessan.is