Spá tvöföldun fiskeldis

Spáð er hægri aukniningu í þorskeldi en ef vel tekst …
Spáð er hægri aukniningu í þorskeldi en ef vel tekst til með þróunarstarf komi kippur í það eftir sex ár. mbl.is/Helgi Bjarnason

Reiknað er með að fram­leiðsla í fisk­eldi tvö­fald­ist hér á landi á næstu sex árum og að eldið skili þá um 10 þúsund tonn­um af fiski. Áfram er reiknað með að bleikj­an verði mik­il­væg­asti eld­is­fisk­ur­inn.

Lands­sam­band fisk­eld­is­stöðva hef­ur gefið út skýrslu þar sem gerð er grein fyr­ir stöðu fisk­eld­is á Íslandi, framtíðar­horf­um og til­lög­um í rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfi.

Þar kem­ur fram að fram­leiðsla hef­ur dreg­ist sam­an á síðustu árum vegna þess hversu illa hef­ur gengið í lax­eld­inu og marg­ar stór­ar stöðvar hætt.

Áætlað er að fram­leidd verði um 5000 tonn í ár, svipað magn og á síðasta ári. Meira en helm­ing­ur er bleikja.

Skýrslu­höf­und­ar segja að aukn­ing sé í kort­un­um og spá því að fram­leiðsla í fisk­eld­is verði tvö­falt meiri eft­ir sex ár. Miða þeir við áform þeirra fyr­ir­tækja sem nú eru í rekstri. Taka þeir þó fram að mik­il óvissa ríki um þessa spá þar sem ákvörðun um að koma á fót einni eða fleiri stór­um fisk­eld­is­stöðvum til viðbót­ar geti aukið fram­leiðslu­áformin um­tals­vert.

Bleikj­an mik­il­væg­ust

Áfram er reiknað með að bleikj­an verði mik­il­væg­asti eld­is­fisk­ur­inn. Því er spáð að fram­leiðslan auk­ist í 3500 tonn á næsta ári og 5 til 6 þúsund tonn árið 2015.

Eft­ir mik­inn sam­drátt í lax­eldi er gert ráð fyr­ir aukn­ingu og fram­leiðslan verði kom­in í 2000 tonn árið 2012. Jafn­framt að út­flutn­ing­ur á laxa­hrogn­um verði meiri en 50 millj­ón­ir hrogna á ári hverju og hugs­an­lega einnig á laxa­seiðum, eins og verið hef­ur und­an­far­in ár.

Þor­skeldið hef­ur skilað um 1500 tonn­um á ári og reiknað er með hægri aukn­ingu á meðan verið að þróa eldið. Því er þó spáð að fram­leiðslan verði 2500 tonn eft­ir sex ár. Ef vel tekst til við þró­un­ar­vinn­una er lík­um að því leitt að mik­il aukn­ing geti orðið í þor­skeldi eft­ir 2015.

Áfram er gert ráð fyr­ir lít­illi fram­leiðslu á lúðu til mat­ar en aukn­ingu á út­flutn­ingi á seiðum. Reiknað er með lít­ils­hátt­ar aukn­ingu í sand­hverf­u­eldi. Eldi á regn­bogasil­ungi hef­ur verið í lægð en nú eru áform um að fram­leiðslan kom­ist í um 1000 tonn inn­an ör­fárra ára.

Skýrsl­una má skoða hér.  Hún verður form­lega kynnt á fundi í hús­næði Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar á morg­un, kl. 11 til 12.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert