Fundi þingflokks Vinstri grænna lauk fyrr í kvöld. Þar var rætt um fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að ágæt samstaða sé milli ríkisstjórnarflokkanna um skattamálin.
Steingrímur segir að hugmyndir um þrepaskipt skattkerfi njóti mikils stuðnings meðal stjórnarflokkanna, en unnið sé að ýmsum tæknilegum útfærslum.
Þá segir hann að vænta megi endanlegra niðurstaðna á næstu dögum.