Þingflokkur VG fundar

Lilja Mósesdóttir, Þuríður Backman og Steingrímur J. Sigfússon við upphaf …
Lilja Mósesdóttir, Þuríður Backman og Steingrímur J. Sigfússon við upphaf fundarins. mbl.is/Kristinn

Þingflokkur Vinstri grænna kom saman á fundi nú á sjötta tímanum. Gera má ráð fyrir að fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu auk þess sem Icesave-málið verði á dagskrá þingmannanna.

Fram hefur komið að nefndarmenn Samfylkingarinnar í efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi samþykkt ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum en fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs séu á móti og skili því sérnefndaráliti til fjárlaganefndar, en frestur til þess rennur út í kvöld.

Álit efnahags- og skattanefndar verða því þrjú alls, því stjórnarandstaðan hyggst skila sameiginlegu áliti. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að stefnt sé að því að afgreiða Icesave málið út úr fjárlaganefnd annað kvöld.

Þá hefur ekki náðst endanleg niðurstaða í umræðum um skattatillögur ríkisstjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert