Fréttaskýring: Velja ekki sóknarprest

Biskup á nýafstöðnu kirkjuþingi
Biskup á nýafstöðnu kirkjuþingi mbl.is/Ómar
 Kirkjuþing samþykkti með eins at­kvæðis mun gildis­töku sam­ein­ing­ar Hraun­gerðis- og Sel­fossprestakalls sem hef­ur í för með sér að Krist­inn Á. Friðfinns­son Hraun­gerðisprest­ur verður sókn­ar­prest­ur í sam­einaði sókn. Þetta var gert í and­stöðu við vilja sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar á Sel­fossi sem hélt fram rétti sókn­ar­barna til að velja sér sókn­ar­prest.

Sel­fossprestakall var klofið út úr Hraun­gerðisprestakalli 1991. Nú er mik­ill mun­ur orðinn á íbúa­fjölda, hátt í 7.000 á Sel­fossi og rúm­lega 400 í þrem­ur sókn­um sem heyra und­ir prest­inn í Hraun­gerði sem raun­ar býr á Sel­fossi.

Til umræðu hef­ur verið að sam­eina presta­köll­in. Sókn­ar­nefnd­in lagðist hins veg­ar gegn því að það yrði gert nú. Venja er að þegar presta­köll eru sam­einuð komi það til fram­kvæmda þegar ann­ar prest­ur­inn hætt­ir. Nú hátt­ar svo til á þessu svæði að Óskar H. Óskars­son er ráðinn tíma­bundið sem prest­ur á Sel­fossi í af­leys­ing­um. Krist­inn verður því sókn­ar­prest­ur í sam­einuðu prestakalli.

11 at­kvæði gegn 10

„Eins og rass­skell­ur“

Eðlis­mun­ur er á embætt­um sókn­ar­prests og prests. Séra Óskar íhugaði að sækja um sókn­ar­prest­sembættið. Nú ligg­ur fyr­ir að hann hverf­ur til sinna fyrri starfa sem prest­ur við Ak­ur­eyr­ar­kirkju þegar af­leys­ingu hans á Sel­fossi lýk­ur. Hann staðfesti það í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Séra Krist­inn sótti um prest­sembættið á Sel­fossi þegar Gunn­ar Björns­son var ráðinn. Hann kvaðst ekki ótt­ast úlfúð út af sam­ein­ing­unni. Bend­ir Krist­inn á að hann búi á Sel­fossi og hluti af hans vinnu­tíma hafi verið í þágu sókn­ar­barna þar. „Það var um það að ræða að sam­ein­ing færi fram núna eða að Sel­foss fengi ekki ann­an prest fyrr en eft­ir fjór­tán eða fimmtán ár. Ég hlakka til sam­starfs­ins við þetta góða fólk,“ seg­ir hann.

Selfosskirkja
Sel­foss­kirkja Mbl.is/ Krist­inn
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert