Álfatrú Íslendinga til umræðu

20 tonna steinn við Reykjanesbraut sem var fluttur að útivistarsvæðinu …
20 tonna steinn við Reykjanesbraut sem var fluttur að útivistarsvæðinu við Fitjar í Njarðvík en talið var að í steininum byggju álfar, sem er eins og kunnugt er illa við óvænta flutninga. Rax / Ragnar Axelsson

Sagt er frá því í Kristeligt dag­blad í Dan­mörku að sam­kvæmt könn­un­um álíti 54% Íslend­inga ,,lík­legt eða hugs­an­legt" að álf­ar séu til. Byggð hafi verið smá­hýsi handa álf­um í grennd við Strand­ar­kirkju. Vitnað er í Karl Sig­ur­björns­son bisk­up sem seg­ir þetta skaðlaust og  ,,hluta af þjóðarsál­inni".  Rifjað er upp að stund­um hafi veg­ir verið færðir eða hætt við þá af ótta við að styggja álfa­byggðir.

,,Þetta er skaðlaust og kirkj­an þarf alls ekki að taka af­stöðu til þess," seg­ir Karl Sig­ur­björns­son. ,,Þetta stang­ast ekki á við guðspjöll­in." Hann vitn­ar í það að amma sín, sem hafi verið sann­krist­in kona,  hafi sagt sér sög­ur af huldu­fólki, að gæta þyrfti þess að fara var­lega í grennd við steina þar sem það ætti heima.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert