Björgunarsveitin Húni aðstoðaði í gærmorgun við að lyfta kú upp úr haughúsi á bænum Stóra-Ósi. Fram kemur á vef Landsbjargar að kýrin hefði sloppið úr fjósinu og fallið niður í haughúsið þar sem verið var að endurnýja grindurnar yfir því.
Vel gekk að koma böndum á kúna og hífa hana aftur upp. Þá segir að kýrin hefði virst vera fegin að losna úr hremmingunum.
Björgunin gekk vel miðað við aðstæður þar sem bæði var erfitt að koma böndum á kúna og hífa hana upp úr haughúsinu, að því er segir á vef Landsbjargar.
Þar má ennfremur sjá myndir af björguninni.