Dagur íslenskrar tungu

Katrín Jakobsdóttir heimsótti meðal annars leikskólann Kiðagil á Akureyri í …
Katrín Jakobsdóttir heimsótti meðal annars leikskólann Kiðagil á Akureyri í morgun mbl.is/Þorgeir Baldursson

Í dag er Dag­ur ís­lenskr­ar tungu en hann er hald­inn hátíðleg­ur á fæðing­ar­degi Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Í skól­um lands­ins og á veg­um margra annarra stofn­ana og sam­taka verður dags­ins minnst með ein­hverju móti.

Stóra upp­lestr­ar­keppn­in í grunn­skól­um lands­ins hefst form­lega á degi ís­lenskr­ar tungu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta- og menn­ing­ar­mála­málaráðherra heim­sæk­ir skóla og menn­ing­ar­stofn­an­ir á Ak­ur­eyri í dag. Hún fór í morg­un í leik­skól­ann Kiðagil, Síðuskóla, Brekku­skóla og Nausta­skóla. Um há­deg­is­bil heim­sæk­ir hún Amts­bóka­safnið o.fl. og verður síðan gest­ur ís­lensku­hátíðar, kl. 14-15.30, í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri á veg­um fram­halds­skóla og Há­skól­ans. Loks verður hátíðardag­skrá, öll­um opin, í Ketil­hús­inu kl. 16-17.

Á hátíðardag­skránni af­hend­ir ráðherra Verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar og tvær sér­stak­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir stuðning við ís­lenska tungu.

Sjá nán­ar um dag­skrána í dag

Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.
Dag­ur ís­lenskr­ar tungu er op­in­ber fánadag­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert