Skipstjóri veiðiskips var kærður síðastliðinn fimmtudag fyrir brot á lögum um lögskráningu sjómanna og brot á hegningarlögum með því að rangfæra skjal er varðar lögskráningu.
Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af skipstjóranum þegar hann kom til hafnar í Þorlákshöfn . Skipstjórinn var í beinu framhaldi boðaður til yfirheyrslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Málið verður að lokinni rannsókn sent ákæruvaldi sem tekur afstöðu til framhalds þess.