Humar í logandi jólatré

Humar borinn fram í logandi  jólatré  er eitt af því sem hefur skilað Dill Restaurant í undankeppni norrænna veitingahúsa. Þar er notuð aska og söl og ýmislegt óvænt í matargerðinni.

 Bent Christensen hefur síðan 1978 gefið út Dansk spiseguide og einnig valið eitt danskt veitingahús á ári hverju og veitt því þann heiður að titla það sem besta veitingahúsið í Danaveldi.

Nú færa menn út kvíarnar og leita nú með logandi ljósi að besta veitingahúsi á Norðurlöndum og er svo komið að búið er að velja eitt veitingahús í hverju landi fyrir sig og varð Dill Restaurant hlutskarpasta veitingahúsið á Íslandi fyrir 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert