Kýs líklega með Icesave

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson. Ingolfur Juliusson

Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður vinstri grænna, telur að reikna megi með að sami meirihluti verði fyrir Icesave-frumvarpinu á Alþingi og var við síðustu afgreiðslu þess.

Ólafur Þór tók nýverið sæti á þingi í kjölfar þess að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fór í barneignarleyfi. Ólafur segist gera ráð fyrir því að taka endanlega afstöðu til málsins þegar það kemur til afgreiðslu þingsins: „Ég held þó að þegar upp verði staðið verði sami meirihluti fyrir málinu áfram. Ég yrði þá væntanlega í hópi þeirra sem greiða atkvæði með málinu.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert