Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður vinstri grænna, telur að reikna megi með að sami meirihluti verði fyrir Icesave-frumvarpinu á Alþingi og var við síðustu afgreiðslu þess.
Ólafur Þór tók nýverið sæti á þingi í kjölfar þess að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fór í barneignarleyfi. Ólafur segist gera ráð fyrir því að taka endanlega afstöðu til málsins þegar það kemur til afgreiðslu þingsins: „Ég held þó að þegar upp verði staðið verði sami meirihluti fyrir málinu áfram. Ég yrði þá væntanlega í hópi þeirra sem greiða atkvæði með málinu.“