Fréttaskýring: Leikskólar lenda í niðurskurði

Leikskólabörn - myndin tengist efni fréttarinnar að öðru leyti ekki
Leikskólabörn - myndin tengist efni fréttarinnar að öðru leyti ekki mbl.is/Golli

Lengra sumarleyfi og færri afleysingaráðningar eru meðal þeirra leiða sem leikskólaráð Reykjavíkurborgar skoðar nú til að mæta kröfum um niðurskurð í leikskólastarfi í borginni. Við gerð fjárhagsáætlunar er hvarvetna gerð rík krafa um sparnað.

Hvað áhrærir leikskólana, sem 6,6 milljörðum króna er varið í árlega, er hagræðingarkrafan 220 milljónir, sem gerir 3,3% af rekstrarkostnaði leikskólanna eða rúm 2% af heildartekjum. Heildarhagræðing á sviðinu er 5,57% eða 580 milljónir. Rekstur um 35% leikskóla borgarinnar hefur verið samkvæmt þessu en vinna fer að hefjast við að ná þessu í heild, segir Ragnar Sær Ragnarsson, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur.

Sparað í yfirstjórn

„Útgangspunkturinn hjá okkur er sá að fastráðnu starfsfólki verði ekki sagt upp né heldur verði launakjörum þess raskað. Raunar tel ég ekkert í þessum niðurskurðartillögum okkar vera ógn við rekstur leikskólanna. Þeir verða sem fyrr flaggskipið í þjónustu borgarinnar.“

 Háskólafólki fjölgar

Þá eru nú 98% stöðugilda á leikskólunum mönnuð en til skamms tíma var hlutfallið um 94%. Þetta skapaði svigrúm til að taka inn alls 250 börn til viðbótar, sem er ígildi þess að þrír nýir leikskólar hafi verið teknir í gagnið nú í haust. Þá eru leikskólagjöld lægri í Reykjavík en annars staðar og systkinaafsláttur veittur.

 Hræðsla meðal foreldra

„Foreldrar fá mjög misvísandi svör. Sums staðar stendur til að færa fólk til í starfi og eðlilega bera foreldrar kvíðboga fyrir því að slíkt komi niður á gæðum skólastarfs. Því er mjög nauðsynlegt að við fáum skýrari svör og eitthvað handfast sem hægt er að taka afstöðu til. Sem stendur erum við svolítið í lausu lofti,“ segir Ólöf sem telur mjög til eftirbreytni að nálgast eigi málið og finna bestu leiðirnar í niðurskurði með sameiginlegu starfi og nálgun stjórnmálamanna, starfsfólks leikskólanna og foreldra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert