Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu.
Samkvæmt vef umhverfisráðuneytisins er þetta gert til þess að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti. Kveðið er á um endurskoðun laganna í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar.
Skipuð hefur verið nefnd til að annast endurskoðun laganna. Nefndinni er ætlað að skila umhverfisráðherra áfangaskýrslu í lok janúar 2010 og endanlegri tillögu að frumvarpi eigi síðar en 31. maí 2010.
Nefndina skipa: Salvör Jónsdóttir, formaður. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor
við Háskóla Íslands. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Íslands.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Katrín
Theodórsdóttir fulltrúi frjálsra félagasamtaka.
Á vef umhverfisráðuneytisins er að finna myndskeið þar sem ráðherra tjáir sig um umhverfismál