Munu ekki þurfa að afskrifa neitt

Jóhannes Jónsson.
Jóhannes Jónsson. mbl.is/Skapti

Jóhannes Jónsson í Bónus sagði í Kastljósi Sjónvarpsins, að Nýja Kaupþing þurfi ekki að afskrifa neinar skuldir 1998 ehf., móðurfélags Haga, ef hugmyndir Jóhannesar og fjölskyldu um endurfjármögnun og nýtt hlutafé erlendis frá ná fram að ganga.

„Við ætlum okkur að ganga til samninga við bankann með það að leiðarljósi, að við ætlumst ekki til að hann afskrifi krónu. Við ætlum að borga allar okkar skuldir á ákveðinn hátt með nýju fjármagni. Það tekur náttúrulega einhvern tíma að borga það niður en við teljum okkur hafa fullan grundvöll fyrir því að ná því fram," sagði Jóhannes.

Sigmar Guðmundsson, sem ræddi við Jóhannes í Kastljósinu, sagði að nefndar hefðu verið tölur um nærri 70 milljarða króna skuldir 1998 og Haga, þ.e. 48 milljarða króna skuld 1998 og 20 milljarða króna skuld Haga. Jóhannes sagði að þessar tölur væru í engu samræmi við raunveruleikann. Hann sagðist hins vegar ekki geta upplýst hverjar skuldirnar eru.

Jóhannes sagði, að Hagar væri í góðum rekstri og gæti plumað sig ágætlega og jafnframt staðið undir ákveðinni skuldastöðu 1998.

Jóhannes sagði, að Hagar væri í góðum rekstri og gæti plumað sig ágætlega og jafnframt staðið undir ákveðinni skuldastöðu 1998.  Sagði hann, að þeir erlendu aðilar, sem rætt væri við, vildu að Jóhannes og fjölskylda hans stjórnuðu fyrirtækinu áfram. Hann sagði aðspurður, að ekki þyrfti að hækka vöruverð til að standa undir skuldum félaganna heldur að reka Haga jafn vel og gert hafi verið til þessa.  Hann sagði einnig, að ef svo færi, að hann og fjölskylda hans færu frá Högum væru þau ekki hætt í greininni. „Ég ungur maðurinn, á ég að fara að hætta og bara setjast í helgan stein án þess að hafa  efni á því kannski?" sagði Jóhannes.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert