Um 70 nemendur fengu íslenskuverðlaun

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Hátt í sjötíu grunnskólanemar í Reykjavík tóku við íslenskuverðlaunum  menntaráðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 16 í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að nemendurnir hafi skarað fram úr á ýmsa vegu, í lestrarfærni, skapandi skrifum, ljóðasmíði og framsögn. Nokkrir þeirra eigi annað móðurmál en íslensku en hafi sýnt miklar framfarir í íslenskunámi og tjáningu.

Meðal verðlaunahafa voru fjórir drengir í Foldaskóla sem gerðu stuttmynd upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða, ungir bókaormar og sagnameistarar.  Allir fengu til eignar veglegan verðlaunagrip úr gleri sem hannaður er af Dröfn Guðmundsdóttur myndhöggvara.

Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, en markmið þeirra er að auka áhuga grunnskólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Hátíðardagskráin hófst með ávarpi Vigdísar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert