Ver staðsetningu nýs spítala

Líkan af nýjum Landspítala
Líkan af nýjum Landspítala mbl.is

Ýmislegt mælir gegn því að ný bygging Landspítala – háskólasjúkrahúss verði í Fossvogsdal eða við Vífilsstaði, segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.

„Samkvæmt því byggingaplani sem við vinnum eftir núna er mest af nýtanlegu húsnæði á Hringbrautarsvæðinu, svo þar þarf að byggja fæsta fermetra,“ segir Björn.

Í innsendri grein í Morgunblaðið fyrir helgi gagnrýna þeir Árni Gunnarsson og Gestur Ólafsson fyrirhugaða staðsetningu nýrrar byggingar LSH við Hringbraut. Segja þeir að ódýrara væri að reisa spítalann í Fossvogi eða við Vífilsstaði.

Björn segir að í Fossvogsdal sé ekki pláss undir nýjan spítala og um hugmyndir um að reisa spítalann við Vífilsstaði segir Björn: „Þá þarf að byggja algjörlega frá grunni, sem þýðir að minnsta kosti tvisvar sinnum meiri kostnað. Þá gera áætlanir Vegagerðarinnar og borgarinnar ráð fyrir því að mesti umferðarhnúturinn í framtíðinni verði á þessu svæði, meðal annars vegna nýrra úthverfa borgarinnar.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert