Bandalag íslenskra áhugaleikfélaga mótmælir fyrirhuguðum stórfelldum niðurskurði á framlögum til starfsemi áhugaleikfélaga.
Í ályktun bandalagsins kemur fram að niðurskurður á styrkjum til menningar og lista sé skiljanlegur í ljósi núverandi efnahagsástands.
Áhugaleikfélögin hafi eins og aðrir verið því viðbúin að þurfa að taka á sig auknar byrðar. Bandalagið lýsir hins vegar yfir furðu með að niðurskurður á framlagi til starfsemi leikfélaganna nemi rúmlega 50%, sem er langt umfram 20% meðaltalið í niðurskurði til listastarfsemi almennt.