Beðið færis til þess að hækka vöruverðið

Þverr­andi trú á því að gengi ís­lensku krón­unn­ar muni styrkj­ast um­tals­vert á næstu miss­er­um ger­ir það að verk­um að inn­flytj­end­ur og smá­sal­ar bíða fær­is til þess að hækka vöru­verð til sam­ræm­is við þró­un­ina.

Þetta er mat Snorra Jak­obs­son­ar, sér­fræðings hjá rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­inu IFS-grein­ingu. IFS spá­ir 8,38% verðbólgu á árs­grund­velli í nóv­em­ber en Snorri seg­ir verðbólgu næstu mánaða háða tölu­verðri óvissu vegna stöðu krón­unn­ar og svo áhrifa skatta­hækk­un­ar­áforma rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar.

Verðbólgu­mæl­ing hag­stof­unn­ar í októ­ber benti til þess að menn hefðu van­metið áhrif geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar und­an­farið á verðlag. Snorri seg­ir ým­is­legt gefa ástæðu til þess að ætla að geng­isþró­un­in muni hafa frek­ari áhrif á verðlag. Ekki síst vegna þess að vænt­ing­ar manna um styrk­ingu krón­unn­ar fara nú þverr­andi og þar með aukast lík­urn­ar á því að menn fari að velta breyt­ing­un­um út í verðlagið. Viðbúið sé að jóla­varn­ing­ur­inn hafi verið keypt­ur til lands­ins á lægra gengi en þær vör­ur sem voru fyr­ir í versl­un­um og það mun vafa­laust leiða til ein­hverra verðhækk­ana í des­em­ber.

Verðhækk­an­ir vegna vsk.

Sjá hef­ur mátt vís­bend­ing­ar á skulda­bréfa­markaði um að verðbólgu­vænt­ing­ar hafi breyst til hins verra á und­an­förn­um mánuðum. Nýj­asta verðbólgu­spá Seðlabank­ans, sem birt­ist í Pen­inga­mál­um á dög­un­um, end­ur­spegl­ar þessa þróun. Í henni kem­ur fram að verðbólga muni hjaðna hæg­ar en spáð hef­ur verið í fyrri verðbólgu­spám bank­ans. Þannig ger­ir bank­inn ráð fyr­ir að verðbólg­an muni að meðaltali mæl­ast 8% fyrstu sex mánuði næsta árs en muni svo loks lækka niður í 3% á seinni hluta árs­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert