Hjúskapur meira skattamál en áður

Um tólfþúsund hjón og pör í skráðu sambýli voru, á árinu 2008, að jafnaði með milljón krónur eða meira í samanlagðar mánaðartekjur, samkvæmt talnagögnum á vef embættis ríkisskattstjóra.

Þetta eru um 15% af öllum hjónum og sambýlingum sem telja fram til skatts á landinu.

Umtalsverður hópur fólks yrði því fyrir áhrifum af mögulegri samsköttun á tekjum hjóna í hærri skattþrepum. Haft var eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í gær að slík samsköttun væri rædd í fjármálaráðuneytinu sem líkleg breyting á skattkerfinu.

Út frá sömu gögnum má áætla að á árinu 2008 hafi um 7.500 hjón og pör að jafnaði haft 1,2 milljónir króna eða meira á mánuði og um 4.000 haft eina og hálfa milljón eða meira.

Að sögn Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, er þó mjög ólíklegt að farin verði leið algerrar samsköttunar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert