Skattatillögur kynntar á morgun

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Jón Pétur

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag, að skatta­til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar yrðu vænt­an­lega kynnt­ar í heild síðdeg­is á morg­un.

Stein­grím­ur vildi ekki upp­lýsa hvað í þeim fæl­ist en sagði að sam­komu­lag væri orðið milli stjórn­ar­flokk­anna um málið. Hann sagði ekki úti­lokað, að fyrstu frum­vörp um skatta­laga­breyt­ing­ar verði lögð fyr­ir þingið í þess­ari viku.

Fyr­ir ligg­ur, að tek­inn verður upp þriggja þrepa tekju­skatt­ur. Hafa ýms­ar út­færsl­ur á slíku verið rædd­ar að und­an­förnu en fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í gær, að vænt­an­lega yrði skatt­kerfið að mestu óbreytt fyr­ir þá sem hafa tekj­ur und­ir 600 til 650.000 krón­ur á mánuði. Þó verði per­sónu­afslátt­ur hækkaður, til að verja kjör þeirra sem lægstu laun­in hafa. Þá væri rætt um, að setja á tvö­fald­an há­tekju­skatt þar sem eitt þrep legg­ist á laun yfir 600 til 650.000 krón­ur og annað þrep taki við í kring um 900.000 krón­ur á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert