Stefán Karlsson fær Tobias-verðlaun

Stefán Karlsson, prófessor í Lundi.
Stefán Karlsson, prófessor í Lundi.

Konunglega vísindaakademían í SvíÞjóð hefur ákveðið að veita Stefáni Karlssyni, prófessor við háskólann í Lundi, Tobias-verðlaunin fyrir árið 2009. Fær hann verðlaunin fyrir ,,grundvallarrannsóknir á stýringu stofnfruma sem mynda blóð og könnun á því hvernig hægt sé að finna aðferðir til að auka fjölda þeirra til að auðvelda blóðmergsskipti.

 Verðlaunin eru liðlega 10 milljónir í sænskum krónum talið eða rösklega 200 milljónir ísl. kr. Verða þau afhent 16. desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert