Útgáfu ævisögu Vigdísar fagnað

Vigdís Finnbogadóttir heilsar upp á Ólaf Ólafsson, fyrrum landlækni, og …
Vigdís Finnbogadóttir heilsar upp á Ólaf Ólafsson, fyrrum landlækni, og Ingu Marianne Ólafsson, eiginkonu hans. mbl.is/Ómar

Ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, Kona verður forseti, var gefin út í dag. Páll Valsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, ritaði sögu Vigdísar. Í tilefni dagsins var haldið útgáfuhóf í Iðnó að viðstöddu fjölmenni. 

Í bókinni er fjallað ítarlega um uppvöxt Vigdísar og fjölskyldu, áhrifavalda, mótunaröfl. Einnig um þau áföll sem dundu á Vigdísi áður en hún, einstæð móðir og fráskilin, tók við forsetaembættinu.


Páll Valsson ásamt Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur.
Páll Valsson ásamt Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur. mbl.is/Ómar
Vigdís Finnbogadóttir lét sig ekki vanta í útgáfuhófið.
Vigdís Finnbogadóttir lét sig ekki vanta í útgáfuhófið. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert