Ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, Kona verður forseti, var gefin út í dag. Páll Valsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, ritaði sögu Vigdísar. Í tilefni dagsins var haldið útgáfuhóf í Iðnó að viðstöddu fjölmenni.
Í bókinni er fjallað ítarlega um uppvöxt Vigdísar og fjölskyldu, áhrifavalda, mótunaröfl. Einnig um þau áföll sem dundu á Vigdísi áður en hún, einstæð móðir og fráskilin, tók við forsetaembættinu.