Því fer fjarri að auglýsing Símans, sem sýnir nokkra ávexti og grænmeti í golfi, brjóti að neinu leyti á höfundarrétti Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur, höfundar barnaleikritsins Ávaxtakörfunnar.
Þetta segir Hallur A. Baldursson, stjórnarformaður auglýsingastofunnar ENNEMM sem hannaði auglýsinguna. „Það er eins og hún ætli að eigna sér réttinn á því að persónugera ávexti og grænmeti en við vísum því á bug, því þetta er ekki nýtt fyrirbrigði og alls ekki séríslenskt,“ segir Hallur.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.