Biðtími eftir bólusetningu gegn svínaflensu er nú ríflega tvær vikur

Þingmenn hafa verið bólusettir.
Þingmenn hafa verið bólusettir. mbl.is/Ómar

Biðtími eftir bólusetningu gegn svínaflensu er nú ríflega tvær vikur, fólk sem pantar tíma í slíka bólusetningu nú fær yfirleitt tíma í byrjun desember.

Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að bólusetning hafi gengið nokkuð treglega framan af nóvember en eftir næstu helgi fari bóluefni að berast í stórum vikulegum skömmtum. Eftir þann tíma ætti því að minnsta kosti ekki að standa á bólusetningum vegna skorts á efni.

Hann segir enga ástæðu fyrir fólk að hætta við bólusetninguna, þó að biðin sé þetta löng, en flensan er nú í mikilli rénun. „Allur tími er góður tími til að láta bólusetja sig. Við erum að búa okkur undir næstu bylgju,“ segir hann. Þótt fólk sleppi við flensuna í þessari bylgju komi flensan aftur og þá komi bólusetningin til góða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert