Fangelsi fyrir að valda slysi

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. mats.is

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 21 árs gamlan karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir að að valda umferðarslysi en maðurinn var undir áhrifum fíkniefna og hafði að auki verið sviptur ökuréttindum.

Maðurinn virti ekki biðskyldu á gatnamótum í Þorlákshöfn í mars á síðasta ári og ók á mótorhjól. Ökumaður hjólsins slasaðist mikið.

Maðurinn var einnig stöðvaður í apríl á þessu ári eftir að hafa ekið bíl á 112 km hraða á Þorlákshafnarvegi. Reyndist maðurinn vera undir áhrifum fíkniefna. 

Þrátt fyrir ungan aldur á maðurinn langan sakaferil að baki. Hann hefur m.a. ítrekað verið dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og rauf einnig skilorð dóms, sem hann hlaut nýlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka