Vilja mannúðlega flóttamannastefnu

UVG vilja að stjórnvöld hætti að beita fyrir sig Dyflinarsáttmálanum …
UVG vilja að stjórnvöld hætti að beita fyrir sig Dyflinarsáttmálanum í stað þess að taka fyrir mál þeirra flóttamanna sem hingað leita skjóls. mbl.is/Þorkell

Stjórn Ungra Vinstri grænna krefst þess að rík­is­stjórn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs og Sam­fylk­ing­ar taki upp mannúðlega stefnu í mál­efn­um flótta­manna og hætti nú þegar að beita fyr­ir sig Dyflin­arsátt­mál­an­um í stað þess að taka fyr­ir mál þeirra flótta­manna sem hingað leita skjóls.  

Þetta kem­ur fram í álykt­un frá UVG.

Þar seg­ir jafn­framt að í ljósi at­b­urða dags­ins sjái stjórn Ungra Vinstri grænna sig knúna til að ít­reka þessa kröfu sína, en í dag hafi flótta­manni frá Íran verið vísað úr landi, án þess að kæra hans á þeirri ákvörðun hefði verið tek­in fyr­ir.

„Fram­ganga rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­efn­um flótta­manna hef­ur valdið stjórn Ungra vinstri grænna gíf­ur­leg­um von­brigðum og telja Ung vinstri græn hið svo­kallaða dóms- og mann­rétt­inda­málaráðuneyti ekki hafa hafið fer­il sinn sem slíkt á trú­verðugan hátt,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert